Til hvers að gerast félagi í BRIS?

Til að tryggja og efla tengsl við þá sem eiga í viðskiptum við Bretland eða hafa hug á því. Markmið ráðsins er að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Bretlands og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar og stjórnmála.


Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir, lítil eða stór, geta gerst félagar í BRIS. Ráðið er vettvangur sem nýtist til að vinna að hvers konar framförum, að bættu starfsumhverfi og betri tengslum. Öflugur hópur félaga eflir og styrkir vinnu ráðsins með stjórnvöldum og stofnunum, þínu fyrirtæki til framdráttar. Með aðild getur þú haft áhrif á verkefni og starfsemi ráðsins.

Einstaklingar:  15.000 ISK

Fyrirtæki (<50 starfsmenn):  25.000 ISK

Stórfyrirtæki (>50 starfsmenn):  50.000 ISK

Umsókn um aðild

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100